Systkinasmiðjan á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, Systkinasmiðjan verður haldið helgina 26. og 27. júní nk. Systkinasmiðjan á Greiningar og ráðgjafarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun.

Ráðgjafi óskast!

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.

Ægir Þór leitar barna á landsbyggðinni sem hann vill kynnast!

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er níu ára drengur með Duchenne vöðvarýrnum. Hulda Björk og Ægir Þór hafa verið óþreytandi við að vinna að aukinni vitund um sjúkdóminn og aðra sjaldgæfa sjúkdóma. Þau leita nú að krökkum og aðstandendum þeirra á landbyggðinni sem væru tilbúin að taka þátt í skemmtilegu verkefni í súmar.

Vorráðstefna GRR 2022 verður 12. og 13. maí

Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar lauk föstudaginn 30. apríl síðastliðinn en hún var alfarið haldin í streymi þetta árið. Í fyrra tókst að bjóða 100 manns í sal miðað við þáverandi samkomutakmarkanir en aðrir tóku þátt í streymi. Að ári er vonast til að öll sem hafa áhuga á að mæta á staðinn og hitta nýja og gamla kollega geti mætt og tekið þátt staðbundið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Tekið skal fram að ráðstefnan að ári verður þó lika haldin í streymi, enda er það verklag sem er komið til að vera fyrir þau sem eiga ekki heimangengt.