Alþjóðlegur dagur einhverfu - virðing, samþykki, þátttaka

Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl. Í tilefni dagsins setja Evrópsku einhverfusamtökin af stað langtíma kynningarátak undir slagorðunum: virðing, samþykki, þátttaka (e. respect, acceptance, inclusion).

Skráning á vorráðstefnu Greiningarstöðvar stendur yfir

Skráning á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðar ríkisins 2016 er í fullum gangi þessa dagana. Yfirskriftin er Litróf fatlana - Sjaldan er ein báran stök og verður ráðstefnan haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 12.-13. maí næst komandi.

Downs-heilkenni: Reynsla frá Þýskalandi

Á laugardaginn heimsækja tvær þýskar konur félagsmenn og áhugafólk um Downs-heilkenni og deila reynslu sinni af fræðslu, þjálfun og kennslu einstaklinga með Downs-heilkenni.

Styrktartónleikar fyrir börn með einhverfu

Á alþjóðadegi einhverfu þann 2. apríl verða haldnir styrktartónleikar í Gamla bíói þar sem fram koma Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvant.

Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis

Mánudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis en þetta er í ellefta sinn sem slíkur dagur er haldinn. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu.

Styrkir til 12 gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Fyrir skömmu veitti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sex milljónir króna samtals í styrki til 12 gæðaverkefna á sviði heilbrigðisþjónustu. Styrkir voru annars vegar veittir til verkefna sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar og hins vegar verkefna sem ætlað er að efla þverfaglegt samstarf. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningarstöð hlaut styrk til verkefnisins „Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd“

Allt er fertugum fært!

Landssamtökin Þroskahjálp halda opinn stefnumótunarfund að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, laugardaginn 12. mars kl. 13:00 - 16:00. Tilefnið er að á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Mataræði barna með ADHD eða einhverfu

Nýlega birtist grein á vefsíðu Embættis landlæknis um stöðu þekkingar varðandi mataræði barna með ADHD eða einhverfu - staða þekkingar 2016. Höfundar efnis um AHDH og mataræði er dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og höfundur efnis um einhverfu og mataræði og um matvendni barna er dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP og aðrar fatlanir

Dagana 1. - 4. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP-hreyfihömlun og aðrar fatlanir hjá börnum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem starfar með fötluðum börnum og ungmennum á sviði læknisfræði, félagsvísinda og menntamála. Á dagskránni verður einnig efni sem höfðar til foreldra og fjölskyldna fatlaðra barna.

Autism Europe í Edinborg - evrópuráðstefna um einhverfu

Dagana 16. - 18. september verður alþjóðleg ráðstefna um einhverfu haldin í Edinborg. Þetta er ellefta ráðstefnan sem samtökin Autism-Europe standa fyrir. Markmiðið með starfi samtakanna er að stuðla að bættum réttindum og lífsgæðum einhverfra og fjölskyldna þeirra.