Könnun: Hefur þú reynslu af eða þekkir til þjónustu við börn með einhverfu sem eru yngri en sex ára?

Við leitum nú til fagfólks og fjölskyldna sem tengjast einhverfum börnum undir sex ára aldri og hafa fengið þjónustu (skimun, greiningu, íhlutun) til dæmis á heilsugæslu, í leikskóla eða hjá sérfræðingum. Með spurningakönnun viljum við öðlast meiri þekkingu á þessum málum til að hægt sé að bæta stuðning við ung börn á einhverfurófi hér á landi.

Verið er að uppfæra tölvukerfi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Vakin er athygli á því að þessa dagana er verið að uppfæra tölvukerfi stofnunarinnar og mun það taka nokkurn tíma. Af þessum sökum geta orðið tafir á vinnslu skjala og aðgengi að upplýsingum getur tekið lengri tíma en áður.

Vorráðstefna 2017 - takk fyrir samveruna!

Við á Greiningar- og ráðgjafarstöð þökkum öllum þátttakendum, fyrirlesurum og velunnurum fyrir góða samveru á vorráðstefnunni - hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.

Bætt þjónusta hjá Sjúkratryggingum Íslands - hjálpartæki

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí næst komandi.

Málþing: Mannréttindi og algild hönnun

Föstudaginn 19. janúar kl. 09:00 - 12:15 verður málþing á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um mannréttindi og algilda hönnun. Málþingið er haldið í samstarfi Reykjavíkurborgar, Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Hafa allir borgarbúar

Málþing um Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Vakin er athygli á málþingi um þýðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir þjónustu og starfsemi íslenskra sveitarfélaga. Málþingið er haldið á Grand Hóteli Reykjavík 16. maí frá 13:00 - 17:00.

Vorráðstefna 2017 við teljum niður!

Ráðstefnan verður dagana 11. og 12. maí á Hilton Reykjavík Nordica.

Snjalltækjanotkun barna og áhrif á daglegt líf

Foreldraþorpið stóð þann 3. maí fyrir sameiginlegum fundi foreldrafélaga grunnskóla Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Dagskráin var fjölbreytt og leitast við að svara spurningunum: Hver er staðan og hvert stefnum við?

Hjálpartækjasýning Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar er fimm ára og af því tilefni verður haldin hjálpartækjasýning dagana 5. og 6. maí næst komandi í Laugardalshöll. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna formlega kl. 14:00 á föstudeginum. Missið ekki af þessum einstaka viðburði og fögnum tímamótunum saman!