Vorráðstefna 2017 - dagskrá komin!

Dagskrá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er komin í loftið. Ráðstefnan verður dagana 11. og 12. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Við minnum á að snemmskráningu lýkur í dag og frá og með morgundeginum hækkar þátttökugjaldið.

Nýr samstarfssamningur undirritaður

Soffía Lárusdóttir forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríksins og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu á dögunum nýjan samning um aukið samstarf stofnananna.

Alþjóðadagur heilsu er 7. apríl

Alþjóðadagur heilsu er 7. apríl og í ár hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sett kastljósið á þunglyndi „Depression - lets talk“

Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hljóta akademiskar nafnbætur

Tveir sérfræðingar sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð voru á meðal þeirra sem tóku á dögunum við akademískri nafnbót við Háskóla Íslands við athöfn í Hátíðasal skólans.

Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl

Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfu. Evrópusamtök um einhverfu vilja í ár vekja athygli á nauðsyn þess að gera samfélagið aðgengilegt fyrir fólk á einhverfurófi.