Autism Europe í Edinborg - evrópuráðstefna um einhverfu

Evrópuráðstefna um einhverfu
Evrópuráðstefna um einhverfu

Dagana 16. - 18. september 2016 verður alþjóðleg ráðstefna um einhverfu haldin í Edinborg. Þetta er ellefta ráðstefnan sem samtökin Autism-Europe standa fyrir og er hún haldin á þriggja ára fresti. Markmiðið með starfi samtakanna er að stuðla að bættum réttindum og lífsgæðum einhverfra og fjölskyldna þeirra. Um 80 samtök í 30 löndum eiga aðild að Autism-Europe sem gegna lykilhlutverki í að auka vitund almennings um einhverfu og hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda um þau málefni sem lúta að réttindum einhverfs fólks varðandi stuðning og þjónustu. Þemu ráðstefnunnar að þessu sinni eru: hamingja - heilsa - valdefling.

Hér má sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og hagnýt atriði.