Fréttir

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar - myndir

Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 10. og 11. september síðastliðinn með um það bil 350 þátttakendum. Í ljósi breytts ástands varðandi samkomuhald sl. vikur og mánuði var ákveðið að bjóða upp á streymi af ráðstefnunni og mæltist það mjög vel fyrir. Um það bil 150 gestir tóku þátt á Hilton Reykjavik Nordica ráðsstefnuhótelinu og um 200 manns fylgdust með streymi af ráðstefnunni.

Vorráðstefnan hefst í dag!

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefst í dag stendur til kl. 15:30 á föstudag. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Mennt er máttur; fjölbreytt þjónusta fyrir börn með sérþarfir á öllum skólastigum. Ráðstefnan er haldin í 35. skipti og er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik. Eins og nafn ráðstefnunnar bendir til er hún alla jafna haldin að vori en var fresta í maí vegna Covid19. Alls taka 30 fyrirlesarar, bæði fagfólk og fólk í stjórnsýslunni, til máls í 26 erindum undir stjórn sex fundarstjóra.

Ný bók um Duchenne í tilefni af Alþjóðlega Duchenne deginum

Í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum 7. september sl. kom út ný bók sem heitir "Duchenne og ég" og var veglegt útgáfuhóf haldið í tilefni af deginum og bókinni. Hulda Björk Svans­dótt­ir sem er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-sjúk­dóm­inn þýddi bókina en Duchenne Samtökin á Íslandi gáfu hana út.

Nægt pláss í streymi!

Nú eru sæti í sal nánast uppseld á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, sem að þessu sinni er haldin að hausti, þann 10. og 11. september næstkomandi. Hinsvegar er nóg pláss fyrir fólk sem vill taka þátt í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar þetta árið er Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum og er dagskráin er stútfull af fyrirlestrum sem eiga erindi við alla sem sinna umönnun barna með sérþarfir.

Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum en að vinnunni komu auk fulltrúa stofnunarinnar: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalag Íslands.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, 12. og 19. september 2020. Vel verður gætt að sóttvörnum og boðið uppá þátttöku um fjarfundarbúnað kjósi menn slíkt - hvar sem er á landinu.

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður 10. - 11. september

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 10.-11. september næstkomandi.

Ný fræðigrein um aðgerðir í ung- og smábarnavernd í því skyni að finna einhverfu snemma

Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og einn fremsti einhverfusérfræðingur landsins, ásamt meðhöfundum birtir grein í septemberútgáfu tímaritsins Research in Autism Spectrum Disorders sem byggir á samstarfsverkefni Greiningarstöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er jafnframt hluti af doktorsnámi hennar við Háskóla Íslands. Greinin heitir: Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention.

Laust starf sérfræðings hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð

Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna. Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 60-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Leiðbeiningar varðandi Covid-19 fyrir börn og ungmenni með einhverfu og þroskafrávik.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið saman nokkrar leiðbeiningar fyrir aðstandendur barna og ungmenna með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa að fara í próf vegna Covid-19. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að einstaklingur þurfi að fara í Covid-19 próf er mikilvægt að velta fyrir sér hvernig prófið fari fram og fá skýra mynd af ferlinu. Ef til vill eru ekki sömu aðferðirnar við framkvæmdina alls staðar.