Námskeiðabæklingur vor 2013

Yfirlit yfir námskeið Greiningarstöðvar á vormisseri 2013 er komið út. Hægt er að nálgast bæklinginn hér. Námskeið vor 2013.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á margvísleg fræðslunámskeið um ýmis efni sem tengjast fötlunum barna.  Námskeiðin eru ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskafrávik og fatlanir og eru einnig opin foreldrum og öðrum aðstandendum gegn vægu gjaldi.

Markmiðið námskeiðanna er að auka þekkingu og efla skilning á þörfum barna og ungmenna með þroskaraskanir, skapa vettvang fyrir fólk sem vinnur að sambærilegum verkefnum og í sumum tilvikum að kenna sérhæfðar aðferðir og vinnubrögð í meðferðar- eða greiningarstarfi.

Á hverju ári sækir hátt á annað þúsund manns þessi námskeið, s.s. starfsfólk leik- og grunnskóla, fagfólk úr ýmsum faggreinum, auk foreldra.

Sjá meira um námskeið hér.