Námskeið: Röskun á einhverfurófi IIB - grunnskólaaldurinn

Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa með börnum með röskun á einhverfurófi án stórvægilegra frávika í mál- og vitsmunaþroska, s.s. grunnskólakennurum og öðru starfsfólki grunnskóla. Einnig foreldrum, aðstandendum og öðrum sem hafa áhuga.

Markmið 
Efla þekkingu þátttakenda á þörfum einstaklinga með röskun á einhverfurófi. Auka gæði    þeirrar þjónustu sem veitt er þessum hópi barna og fjölskyldum þeirra. Efla færni til að byggja upp íhlutun þar sem viðurkennt verklag er haft að leiðarljósi. Að þátttakendur kynnist aðferðum heildstæðar kennslu og þjálfunar sem Greiningarstöð mælir með.

Skapa vettvang fyrir foreldra og fagfólk sem er að fást við sambærileg verkefni (Þjónustuteymi).

Sjá nánar hér.