Fræðslunámskeið - Kvíði barna á einhverfurófi

Námskeið
Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið
 
Fjarnámskeið á zoom: 12. og 19. mars 2024 kl.12:30-15:30 báða dagana.
Staðnámskeið á Hilton Reykjavík Nordica: 23. og 30. apríl 2024 kl. 12:30-15:30 báða dagana.
 
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað fagfólki og foreldrum barna á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Námskeiðið getur einnig nýst fyrir eldri börn þó megin áherslan sé á yngri börn.
 
Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og minnka líkur á hamlandi kvíða síðar á lífsleiðinni.
 
Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.