Fjarnámskeið: Öðruvísi taugaþroski og áskoranir unglingsáranna

Ertu af landsbyggðinni eða hentar fjarnámskeið þér?
 
Viltu vita meira um öðruvísi taugaþroska og unglingsárin?
 
Ef svo er gæti þetta námskeið passað fyrir ÞIG!
 
Fjarnámskeið um öðruvísi taugaþroska og áskoranir unglingsáranna verður haldið á zoom 15. febrúar frá 09:00 - 16:00.
 
Rætt verður um áhrifaþætti varðandi sjálfsmynd, líðan, samskipti og tengsl við geðheilsu svo sem kvíða og þunglyndi. Ennfremur verður farið yfir samspil þroska og færni í daglegu lífi og hvernig skipulag og aðlögun umhverfis getur stuðlað að aukinni þátttöku og lífsgæðum ungmenna í þessum hópi. Hugleiðingar eru um greiningarferli og hvaða þýðingu það hefur fyrir viðkomandi einstakling, fjölskyldu hans og nærsamfélagið. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og umræðum.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram á https://www.rgr.is/.../ungmenni-med-einhverfu-og-onnur...