Kynning á þróun námsefnis um kynheilbrigði fyrir ungmenni með frávik í þroska

Thelma Rún van Erven og María Jónsdóttir
Thelma Rún van Erven og María Jónsdóttir

Síðastliðin tvö ár hafa María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Thelma Rún van Erven sálfræðingur, sem eru báðar starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, tekið þátt í Erasmus samstarfsverkefni fyrir hönd stofnunarinnar. Verkefnið kallast HEDY (Health Education for Disabled Youth) og var markmið þess að styðja við þróun námsefnis í tengslum við kynheilbrigði fyrir börn og unglinga með frávik í þroska.

Afurð verkefnisins má finna á vefnum https://www.elearning.raa.ro/all-courses/. Allt efnið er aðgengilegt og án endurgjalds. Í morgun var haldin morgunverðarfundur á Hilton til að kynna verkefnið og efni vefsins.