PECS grunnnámskeið haldið í Reykjavík dagana 27. og 28. október

PECS  Myndrænt boðskiptakerfi – grunnnámskeið verður haldið 27. og 29. október kl. 9.00-12.00 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa og ráðgjafa.

Myndræna boðskiptakerfið PECS (Picture Exchange Communication System) er óhefðbundin boðskiptaleið fyrir börn með einhverfu. Aðaláherslan í PECS er að þjálfa frumkvæði til að hafa boðskipti við aðra. Kennslan fer fram með fyrirlestri, umræðum og sýnikennslu. Sýnd verða dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa grunnatriðin í þjálfunartækninni.

Vakin er athygli á því að námskeiðið er ekki á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Sigrún svara þeim spurningum sem upp kunna að koma vegna námskeiðsins með netfanginu diddakr@internet.is. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík en staðsetning fer eftir fjölda þátttakenda og verður upplýst í tölvupósti eftir að skráningu er lokið. 

Nánari upplýsingar koma fram í auglýsingu hér.