Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma. Drög að dagskrá.

Drög að dagskrá ráðstefnu um sjaldgæfa sjúkdóma er komin út og fylgir hér.

Ráðstefnan verður haldin dagana 4.–5. september í Helsinki í Finnlandi og er skipulögð af Rarelink og samtökum um sjaldgæfa sjúkdóma í Finnlandi. Ráðstefnan er ætluð öllum sem áhuga hafa á, vinna við eða tengjast málefninu, svo og hagsmunasamtökum og stjórnendum á sviði velferðarþjónustu á norðurlöndum.

Á vefsíðu ráðstefnunnar má finna aðrar hagnýtar upplýsingar um ráðstefnuna:
http://www.harvinaiset.fi/Helsinki2014

Síðasta ráðstefna sem haldin var á vegum Rarelink var haldin hér á landi árið 2012 og var aðal umsjón í höndum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og þátttakendur frá öllum norðurlöndunum.