Vorráðstefna 2018

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var haldin á Hilton Reykjavík Nordica 26. og 27. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni Mátturinn í margbreytileikanum! Einhverfa og skyldar raskanir - þekking og leiðir í þjónustu við börn og ungmenni.

Metfjöldi þátttakanda var á ráðstefnunni í ár en rúmlega 500 manns mættu og hlustuðu á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlestra. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði ráðstefnugesti í upphafi og lagði meðal annars áherslu á að fjölbreytni og frelsi væru undirstaða öflugs samfélags. Þekking og skilningur á einhverfurófinu breyst og vaxið á síðustu árum og á sama tíma hefur einstaklingum sem fá greiningu fjölgað. Á ráðstefnunni voru mismunandi sjónarhorn til umfjöllunar og var ekki síst mikilvægt að heyra raddir einhverfs fólks og aðstandenda á þessum vettvangi.

Hér má nálgast glærur og upptökur frá ráðstefnunni.