Systkinasmiðjan á Ráðgjafar- og greiningarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 11 ára (yngri hópur) og krakka á aldrinum 12 – 14 ára (eldri hópur) sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun.
Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira.
Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best og skemmti sér.
Verð: 10.000 á barn. 50% systkinaafsláttur. Taka þarf fram í skráningu ef um systkini er að ræða sem taka þátt.
Skráning fer fram á rgr.is en ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Herdísi Hersteinsdóttur í netfangið: herdis.hersteinsdottir[hjá]rgr.is