Systkinasmiðjan (yngri hópur)

Systkinasmiðjan (yngri hópur)

Systkinasmiðjan á Ráðgjafar- og greiningarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 11 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun. 

Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar og margt fleira. 

Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best og skemmti sér.

Verð: 10.000 á barn.

Skráning fer fram á vef Ráðgjafar- og greiningarstöðvar rgr.is en ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Herdísi Hersteinsdóttur í netfangið: herdis.hersteinsdottir[hjá]rgr.is

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði