Skólafólk, ráð og leiðir
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem eru með nemendur með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína.
Hámarksfjöldi : 30 þátttakendur
Námskeiðslýsing:
Nemendur með frávik í taugaþroska eru allskonar og þurfa aukinn skilning og þekkingu frá umhverfi sínu og munum við leitast við að dýpka þann skilning og þekkingu hjá þáttakendum til þess að gera þeim kleift að hanna umhverfið og námsefni í samræmi við þeirra þarfir. Mikið af hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum eru til og verða kynntar á þessu námskeiði. Fyrst verður farið lauslega yfir helstu taugaraskanir. Þar eru teknir fyrir helstu þættir sem geta ýtt undir óæskilega hegðun. Þá verður farið í fyrirbyggjandi aðferðir og hvernig við gerum æskilega hegðun sýnilegri í skólanum og einblýnt á jákvæðar aðferðir. Mælt er með að horfa á styrkleika og áhugamál nemenda en auk þess er skoðað hvernig við tökumst á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, umræðna og hópavinnu.
Markmið námskeiðs:
Að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun í skólanum. - Að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast flóknum nemendum.
Umsjón: Særún Sigurjónsdóttir þroskaþjálfi og Auður Sif Arnardóttir þroskaþjálfi og uppeldisráðgjafi.