Vorráðstefna GRR 2022 verður 12. og 13. maí

Sigríður Lóa Jónsdóttir kynnir doktorsrannsókn sín
Sigríður Lóa Jónsdóttir kynnir doktorsrannsókn sín

Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar lauk föstudaginn 30. apríl síðastliðinn en hún var alfarið haldin í streymi þetta árið. Í fyrra tókst að bjóða 100 manns í sal miðað við þáverandi samkomutakmarkanir en aðrir tóku þátt í streymi. Að ári er vonast til að öll sem hafa áhuga á að mæta á staðinn og hitta nýja og gamla kollega geti mætt og tekið þátt staðbundið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Tekið skal fram að ráðstefnan að ári verður þó lika haldin í streymi, enda er það verklag sem er komið til að vera fyrir þau sem eiga ekki heimangengt. 

Þrátt fyrir nokkra tækniörðugleika sem upp á fimmtdagsmorgningum var góður rómur gerður að ráðstefnunni og þóttu fyrirlestrar bæði vera innihaldsríkir og fjölbreyttir. Við hvetjum þátttakendur ráðstefnum GRR, bæði í síðustu viku og á fyrri ráðstefnum, að hafa samband við Greiningar- og ráðgjafarstöð í netfaningu fraedsla@greining.is hafi þeir hugmyndir um málefni sem fjalla ætti og mætti um.