Viltu vita meira um hvernig best er að aðstoða blinda og sjónskerta?

Miðstöðin býður til fræðslufundar
Miðstöðin býður til fræðslufundar

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu býður til fræðslufundar fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína á þessu sviði.

Miðstöðin tekur þátt í verkefni á vegum Evrópusambandsins um kennsluefni á netinu. Efnið er ætlað þeim sem vinna með eða aðstoða blint og sjónskert fólk. Fjallað verður um hvernig nálgast má hagnýtar upplýsingar með því að lesa og skoða efni þegar hverjum og einum hentar. Efnið er sérstaklega ætlað þeim sem vinna með öldruðum, s.s. starfsfólki öldrunarstofnana, sjúkrahúsa eða heilsugæslu. Það getur líka gagnast aðstandendum blindra og sjónskertra. Við á Miðstöðinni bjóðum ykkur að koma í heimsókn, fá kynningu á þessu aðgengilega efni, spjalla við ráðgjafa og skoða vinnustaðinn okkar.

Fundurinn verður haldinn að Hamrahlíð 17 í Reykjavík þann 11. júní kl. 15:00-16:00.

Skráning á midstod@midstod.is

Auglýsing frá Miðstöðinni