Viðurkenning fyrir "Litróf einhverfunnar"

Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen
Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á alþjóðadegi fatlaðra í gær. Athöfnin fór fram í Hörpunni þar sem veittar  voru  viðurkenningar þeim sem áttu þátt í að breyta hugarfari almennings til fatlaðra og að vera jákvæðar fyrirmyndir. Greiningar- og ráðgjafarstöð var tilnefnd í flokki stofnana fyrir bókina "Litróf einhverfunnar" og tóku ritstjórar bókarinnar Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen við viðurkenningu frá ÖBÍ. Verðlaun í þeim flokki fékk Háskóli Íslands fyrir starfstengt diplomanám fyrir fólk með þroskahömlun. 

Verðlaun í flokki einstaklinga hlaut Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks og í flokki umfjöllunar/kynningar hlaut Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.

Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.