Veiting akademískra nafnbóta frá Háskóla Íslands

Veiting akademískra nafnbóta
Veiting akademískra nafnbóta

Þann 26. nóvember s.l. veitti rektor Háskóla Íslands starfsmönnum Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem hlotið hafa hæfnisdóm, akademískar nafnbætur á grundvelli samstarfssamninga ofangreindra stofnana.

Dr. Evald Sæmundsen sálfræðingur og sviðsstjóri rannsóknasviðs á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hlaut nafnbótina klínískur dósent við læknadeild.

Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn sem hlutu akademískar nafnbætur við athöfn í Hátíðarsal Háskólans. Myndina tók Gunnar Sverrisson.