Tilkynning frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

8. . apríl 2020

Vegna Covid-19 hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum athugunum á börnum til 4. maí nk. Ástæðan er sú að ekki er hægt að tryggja nægilega fjarlægð milli fólks né heldur fullnægjandi sótthreinsun á prófgögnum, húsgögnum og húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.

Af þeim sökum tökum við ekki á móti gestum í húsnæðinu meðan samkomubann gildir eða fram að 4. maí en þá munum við endurmeta ákvarðanir í ljósi fyrirmæla frá landlækni. Haft verður samband við þær fjölskyldur sem eiga tíma í athuganir eða á fundi á þessu tímabili og framhaldið ákveðið. Starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar munu leitast við að lágmarka þann viðbótarbiðtíma sem þetta getur haft í för með sér en á þessari stundu er ekki hægt að tilgreina nánari tímasetningar. Ekki hika við að hafa samband í síma 510-8400 eða í tölvupósti ef frekari spurningar vakna.