Tíðni einhverfu heldur áfram að hækka

Nýlega var birt ritrýnd grein eftir Evald Sæmundsen, sálfræðing á Greiningar- og ráðgjafarstöð, og fleiri sérfræðinga á svið einhverfu í ritinu Journal of Autism and Developmental Disorders. Greinin heitir Prevalence of Autism Spectrum Disorder in 7–9-Year-Old Children in Denmark, Finland, France and Iceland: A Population-Based Registries Approach Within the ASDEU Project og var unnin í tengslum við ASDEU (Autism Spectrum Disorders in Europe) verkefnið í Evrópu.

Í rannsókninni var skoðað algengi röskunar á einhverfurófi hjá börnum á aldrinum 7-9 ára í fjórum Evrópulöndum. Mikil breidd var í niðurstöðum milli landa, þar sem algengi í SA-Frakklandi var lægst en hæst á Ísland. Heildartalan fyrir þrjá árganga (2006-2008) á Íslandi og bæði kynin var 2.68% (stúlkur 1.02%; drengir 4.24%).

Sjá nánar hér.