Tákn með tali námskeið á vorönn

Tákn með tali, grunnnámskeið verður haldið 11. febrúar 2019 og opnað hefur verið fyrir skráningar.

Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að kynna sér TMT tjáskiptaaðferðina og fjölbreytta notkun hennar. Sérstaklega á það við um starfsfólk leikskóla, grunnskóla og annara stofnana þar sem þörf er á skýru málumhverfi. Ástæður geta til dæmis verið seinkaður málþroski, fötlun eða fjölmenningarlegt málumhverfi.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • þekki hugmyndafræðina sem liggur að baki TMT
  • hafi umtalsverðan táknafjölda á valdi sínu
  • geti notað TMT í starfi
  • geti verið sjálfstæðir í vinnubrögðum með TMT

Nánari upplýsingar og skráning hér.