Staða fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili - opinn fundur

Einhverfusamtökin halda opinn fund
Einhverfusamtökin halda opinn fund

Haldinn verður opinn fundur um stöðu fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili miðvikudaginn 17. október kl. 17:00 - 19:00. Að fundinum standa Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja - félag langveikra barna og Einhverfusamtökin.

Aðstandendur fatlaðra og langveikra barna með tvö heimili eru hvattir til að mæta, en markmið fundarins er að heyra í þeim varðandi aðgengi að stuðningsþjónustu, hjálpartækjum og upplýsingum frá skólum, félagsþjónustu og öðrum þjónustuveitendum.

Fundurinn verður haldinn á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

*Frétt af heimasíðu Einhverfusamtakanna