Snjalltækjanotkun barna og áhrif á daglegt líf

Fræðsla um snjalltækjanotkun
Fræðsla um snjalltækjanotkun

Foreldraþorpið stóð þann 3. maí fyrir sameiginlegum fundi foreldrafélaga grunnskóla Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Dagskráin var fjölbreytt og leitast var við að svara spurningunum: Hver er staðan og hvert stefnum við?

Rætt var meðal annars um áhrif ofnotkunar snjalltækja og tölvuleikja á daglegt líf og heilsu barna og unglinga, viðkvæma hópa, breytt fjölskyldulíf og áhrif á skólastarf. Ennfremur var lögð áhersla á mikilvægi forvarnarstarfs í þessum efnum.

Fundinum var streymt og hægt er að horfa á upptöku af honum á vefsíðunni www. netsamfelag.is

Sjá nánar hér