Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks:Umbreytingatæki fyrir jöfn borgararéttindi um allan heim

Fyrirlestur um samning SÞ um réttindi fatlaðs fólk
Fyrirlestur um samning SÞ um réttindi fatlaðs fólk

Vakin er athygli á fyrirlestri Gerard Quinn, prófessors við lagadeild National University of Ireland, Galway í hátíðarsal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 31. október kl. 12.00-13.30

Í fyrirlestrinum fjallar dr. Gerard Quinn meðal annars um tilurð Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og deilir með áheyrendum vonum og væntingum þeirra sem tóku þátt í gerð þessa nýja mannréttindasáttmála. Meðal þess sem einkenndi vinnuna var virk þátttaka fatlaðs fólks í öllu ferlinu. Dr. Quinn mun fjalla sérstaklega um hvaða áhrif þetta hafði á vinnubrögð og endanlega gerð sáttmálans. Hann beinir jafnframt sjónum að þeim lýðræðislegu nýjungum í sáttmálanum sem gera kröfu um náið samstarf stjórnvalda við samfélagsþegna og félagasamtök um stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. Þessi tegund samstarfs gerð það kleift að unnt var að þróa áherslur í sáttmálanum umfram hefðbundnar áherslur á jöfn tækifæri og setja sjálfræði með viðeigandi stuðningi í öndvegi.

Gerard Quinn er prófessor við lagadeild Natinal University of Ireland í Galway og forstöðumaður Centre for Disability Law & Policy. Árið 2002 var hann annar tveggja höfunda að skýrslu sem unnin var fyrir Sameinuðu þjóðirnar en skýrsla þessi átti stóran þátt í að ýta úr vör vinnu við Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku, hann er opinn öllum og verður táknmálstúlkaður.

Aðgangur er ókeypis, nánari upplýsingar hér