Ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna í maí 2023

Norræn ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna verður haldin dagana 22. – 23. maí 2023 í Osló. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum. Norðmenn sjá um skipulagningu ráðstefnunnar að þessu sinni.

Dagskrá er tilbúin og er sjónum þetta árið sérstaklega beint að fæðuinntökuerfiðleikum hjá börnum með sjaldgæfa sjúkdóma. Snemmskráningargjald  (3900 NOK) er í gildi til 10. mars.

Fyrirlesarar koma m.a. frá Bandaríkjunum, Íslandi, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Öll erindi verða flutt á ensku.

Frummælendi á ráðstefnunni er Alan Silverman (PhD Pediatric Psychologist and Professor of Pediatrics - USA)
Fyrra erdindi: Interdisciplinary assessment and behavioral management of Pediatric Feeding Disorder
Síðara erindi: Chronic Pediatric Feeding Disorder and Caregiver Stress. 

Sjá nánari dagskrá og upplýsingar um ráðstefnuna hér. 

Öll sem hafa áhuga á að vera með kynningu á málefninu, tilfelli eða annað innlegg á þinginu, eru hvött til að senda ágrip (erindi eða veggspjaldakynning), fyrir 1. apríl nk.

Tengiliðir fyrir hönd Íslands í samstarfinu eru Brynja Jónsdóttir talmeinafræðingur (brynja.jonsdottir@rgr.is) og Ingólfur Einarsson barnalæknir (ingolfur.einarsson@rgr.is).