Ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna í ágúst 2021

Norræn ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna verður haldin dagana 26. – 27. ágúst 2021 og verður hún eingöngu rafræn í ár. Ráðstefnan er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum. Svíar bera nú hitann og þungan af skipulagningu (“Karolinska University Hospital, Astrid Lindgren children’s hospital” í Stokkhólmi).

Dæmi um áhugaverð efni sem fjallað verður um eru: Einhæft, þröngt fæðuval, höfnun eða forðun á fæðu (matvendni), fjölbreytileiki fæðu og áferð, venja barn af sondu (e. tube weaning), vélindabólgur og fleira.

Snemmskráningargjald er ansi hagstætt (1250 SEK) og hvetjum við þau sem hafa áhuga til að skrá sig í tíma (fyrir 5. maí nk.)

Fyrirlesarar koma m.a. frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hollandi og Ástralíu og verða öll erindi flutt á ensku.

  • KEY NOTE SPEAKER: Praveen Goday, Wisconsin Children's hospital, USA
    Title: Dietary diversity and Texture diversity in Children with Pediatric Feeding Disorder
  • Lisa Dincker, Gillbergscentrum, University of Gothenburg, Sweden
    Title: Avoidant/restrictive food intake disorder (ARFID) and neurodevelopmental disorders
  • Hilde Krom, The Netherlands, Focus: Tube weaning
    Title: Clinical hunger provocation program
  • Emily J. Lively, Australia, Focus: Tube weaning
    Title: Weaning children from enteral feeding tubes: international practices, factors influencing success and parents’ experiences
  • Paulina Nowicka, Karolinska institutet, Sweden, Focus: Restrictive eating
  • Helena Thulin, Sachsska barnsjukhuset, Sweden, Focus: Eosinophilic esophagitis
    Title: Pediatric Eosinophilic Esophagitis
  • Claire A Reilly, Queensland Health, Dietitian, Australia, Focus: Tube weaning

Öll  sem hafa áhuga á að vera með kynningu á málefninu, tilfelli eða annað innlegg á þinginu, eru hvött til að senda ágrip (erindi eða veggspjaldakynning), fyrir 14. apríl nk.

Sjá nánar um ráðstefnuna hér. 

Tengiliðir fyrir hönd Íslands í samstarfinu eru Brynja Jónsdóttir talmeinafræðingur (brynja.jonsdottir hjá greining.is) og Ingólfur Einarsson barnalæknir (ingolfur.einarsson@greining.is).