Ráðstefna: Mat á stuðningsþörf barna

Mat á stuðningsþörf barna
Mat á stuðningsþörf barna

Miðvikudaginn 20. júní verður haldin ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna (Supports Intensity Scale- Children‘s Version) á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan er haldin af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í samvinnu við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Tími og staður: Grand Hótel Reykjavík, Háteigur kl. 08:30 – 16:00

Verð: 22.000 krónur (fagaðilar), 12.000 (foreldrar)

Á ráðstefnunni verður fjallað ítarlega um stöðlun Matskerfisins hér á landi, innihald, innleiðingu og notagildi þess til að meta stuðningsþörf barna frá 5-18 ára aldurs. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Dr. James R. Thompson og Dr. Karrie A. Shogren prófessorar við Háskólann í Kansas í Bandaríkjunum. Þau eru á meðal helstu höfunda Mats á stuðningsþörf barna og tóku þátt í stöðlun þess. 

Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Dagskrá og skráning.