Ráðgjafi í atferlisíhlutun óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Ráðgjafi í atferlisíhlutun óskast
Ráðgjafi í atferlisíhlutun óskast

Starfssvið
• Ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarleg þroskafrávik og íþyngjandi hegðun.
• Vinna í þverfaglegu teymi.
• Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi. 

Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• BCBA-vottun er æskileg.
• Reynsla af atferlisíhlutun og vinna með einstaklingum með frávik í taugaþroska.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.

Um er að ræða 80-100% starfshlutfall og gott að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkissjóð. Frekari upplýsingar gefa Ingólfur Einarsson sviðsstjóri (ingolfur@greining.is)  eða Hrönn Björnsdóttir (hronnbj@greining.is) skorarstjóri fagsviðs langtímaeftirfylgdar í síma 510 8400.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi  5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á ingolfur@greining.is fyrir  19. mars 2018. Öllum umsóknum verður svarað.

Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.  Sjá nánar á www.greining.is.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma.  Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Sjá nánar auglýsingu á Starfatorgi