Opnað fyrir skráningu á námskeið um kynheilbrigði

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðið „Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir fyrir börn og ungmenni með þroskafrávik“ sem haldið verður 6. febrúar 2018.

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem veitir börnum og unglingum með þroskafrávik kynfræðslu. Hér má nefna kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa, sálfræðinga og þroskaþjálfa. Námskeiðið hentar einnig foreldrum sem vilja kynna sér námsefni um kynheilbrigði til að fræða börn sín.

Hér eru nokkur ummæli frá þátttakendum sem setið hafa námskeiðið:

  • Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið með áhugaverð viðfangsefni. Mun geta nýtt mér heilmikið í starfi mínu.
  • Góðar hugmyndir um margt sem hægt er að gera til að kenna börnum, unglingum um kynheilbrigði.
  • Þetta námskeið þyrfti að vera skyldunámskeið fyrir kennara og þá sem vinna með börnum.
  • Vel skipulagt - áhugavert - fræðandi - vel undirbúnir fyrirlesarar.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.greining.is