Nýtt námskeið á haustönn 2015 - Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir fyrir fagfólk sem veitir þjónustu til barna og unglinga með þroskafrávik

Nýtt og spennandi námskeið á haustönn! Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir fyrir fagfólk sem veitir þjónustu til barna og unglinga með þroskafrávik. 
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og vinnusmiðju um kynverund og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks. Í fyrri hluta námskeiðsins verður m.a. kynnt nýtt íslenskt myndskreytt námsefni og ýmis verkefni sem þátttakendur geta síðan nýtt í sinni kennslu. Seinni hlutinn er vinnusmiðja þar sem farið verður yfir dæmi sem þátttakendur notuðu í sínu starfi og metið hvernig til tókst að veita fræðslu út frá námsefninu sem lagt var upp með. 
Allar nánari upplýsingar má finna hér: http://www.greining.is/…/frae…/namskeid/namskeid-a-naestunni