Nýtt námskeið á haustönn 2015 - Klókir krakkar, kvíðanámskeið

Klókir krakkar - kvíðanámskeið fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra.

Nú í haust er að fara af stað námskeið að erlendri fyrirmynd sem er aðlagað fyrir börn á einhverfurófinu.  Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 11-14 ára sem hafa sögu um hamlandi einkenni kvíða. Skráning er hafin, bæði er hægt að skrá þátttakendur hér en einnig er hægt að hafa samband við kennara námskeiðisins í gegnum tölvupóst. Berglind S. Ásgeirsdóttir (berglinda@greining.is) og Kristjana Magnúsdóttir (kristjana@greining.is) sálfræðingar hafa umsjón með námskeiðinu. Sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðsins hér.