Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga

Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu til Alþingis um stöðuna í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga hér á landi. Í henni kemur meðal annars fram að biðtími eftir úrræðum er allt of langur og gengur gegn lögbundnum skyldum ríkisins. Biðin hafi veruleg neikvæð áhrif á velferð barna með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Settar eru fram ábendingar til velferðarráðuneytis um að meta raunverulega þörf þessa hóps fyrir ítar- og sérfræðiþjónustu í geðheilbrigðismálum þannig að unnt sé að setja inn markvissar aðgerðir. Vitað er að ef ekki er brugðist við geðrænum vanda á æskuárum fólks þá geti það valdið heilsubresti sem leiðir til skertrar þátttöku og lífsgæða á fullorðinsárum. Skýrsluna má finna hér