Ný íslensk rannsókn um einhverfu og enskunotkun

Karen Kristín Ralston lauk nýlega meistaraprófi í almennum málvísindum frá Hugvísindasviði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar nefnist: Autism and English in Iceland: Are young Icelanders with autism spectrum disorders using English differently than their peers?

Í ágripi kemur fram að rannsóknin er þríhliða þar sem beitt var blönduðum aðferðum til að kanna hvernig ungir íslendinar með einhverfu nota ensku í samanburði við jafnaldra þeirra sem ekki eru á einhverfurófi. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er í tveimur hlutum þar sem annars vegar var talað við foreldra og hins vegar níu einhverfa nemendur á aldrinum 13-14 ára og sex nemendur á aldrinum 16-17 ára. Noktun ensku hjá einhverfu nemendunum var síðan borin saman við samanburðarhópa jafnaldra sem voru án einhverfu. Niðurstöður sýndu að einungis þrír þættir voru öðruvísi hjá einhverfu nemendunum og tengdust þeir lestri, notkun ensku á YouTube og öðrum samfélagsmiðlum. Niðurstöður úr orðaforðaprófi sýndu engan teljandi mun á árangri milli hópanna.

Ritgerð Karenar má finna á Skemmunni