Ný Evrópurannsókn á einhverfu með þátttöku Íslands - Einhverfa í Evrópu (ASDEU)

Stefnt er að því að auka skilning á einhverfu með samstarfi háskóla, hagsmunafélaga og sérfræðistofnana í 14 Evrópulöndum. Um er að ræða nýtt rannsóknarverkefni „Einhverfurófsraskanir í Evrópu“ (ensk skst. ASDEU) sem er styrkt af Evrópuráðinu. ASDEU er fjármagnað til þriggja ára, en að baki því eru 20 hópar sem hafa fengið 2.1 milljón evra frá þeirri stofnun sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í Evrópu (DG-SANCO). Nánar tiltekið mun verkefnið skoða algengi einhverfu í 12 löndum, greina efnahagslegan og félagslegan kostnað vegna einhverfu, þróa starfshættti svo einhverfa greinist fyrr, þjálfa fagfólk, auka skilning á greiningu og meðröskunum (co-morbidity) ásamt því að auka skilning á þörfum fullorðinna og aldraðra einstaklinga með einhverfu.

Út frá sjónarhorni lýðheilsu mun ASDEU einnig eiga samstarf við European Autism Interventions – A Multicentre Study for Developing New Medications (EU-AIMS) http://www.eu-aims.eu í því skyni að bæta lífsgæði og horfur fólks með einhverfu.

ASDEU hópurinn samanstendur af:

  • Í forsvari:The Rare Disorders Research Institute (IIER), a Centre of the Institute of Health Carlos III (ISCIII), Spain
  • Vienna General Hospital, Austria                       
  • Autism Europe, Belgium
  • Ghent University, Belgium
  • Bulgarian Association for Promotion of Education and Science, Bulgaria
  • University of Aarhus, Denmark
  • University of Oulu, Finland
  • University of Toulouse-Le Mirail, France
  • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
  • The IRCCS Stella Maris Foundation, Italy
  • Jorge Health National Institute, Portugal
  • University of Warsaw, Poland
  • Dublin City University, Republic of Ireland
  • Victor Babes National Institute of Pathology, Romania
  • Bio-Advance Foundation, Canary Islands, Spain
  • University of Salamanca, Spain
  • The London School of Economics and Political Science, United Kingdom 
  • King’s College London, United Kingdom
  • National Autistic Society, United Kingdom

Stjórnandi ASDEU er Manuel Posada, forstöðumaður Rare Diseases Research Institute – ISCIII, Spáni, en bakjarlar hans eru ISCIII og Spanish Foundation for Health and International Cooperation, ásamt Joaquin Fuentes frá Policlínica GipuzkoaDonostia/San Sebastián, sem verður sérlegur vísindaráðgjafi ASDEU verkefnisins.

Verkefnið hefst formlega þann 15. febrúar 2015.