Námskeiðið Röskun á einhverfurófi verður haldið á Akureyri

Vakin er athygli á því að námskeiðið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið verður næst haldið á Akureyri 21. febrúar nk. í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Skráning fer fram á www.simenntun.is.
Fjallað er um einhverfurófið, einkenni einhverfu og birtingarform þeirra, greiningu, álag á fjölskylduna og samstarf foreldra og fagfólks. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum, fræðslumyndböndum um einhverfu og umræðum. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í fræðslu um einhverfu og grunnur að öðrum námskeiðum með afmarkaðari viðfangsefnum. Kennslu- og meðferðarleiðir verða til dæmis ekki kynntar á þessu námskeiði heldur á öðrum námskeiðum.