Hægt er að skrá sig á námskeið vorannar 2021

Nú er hægt að skrá sig á námskeið vorannar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð. Fræðsla á sviði fatlana og þroskaraskana og útgáfa fræðsluefnis er eitt af hlutverkum stofnunnarinnar skv. lögum um GRR. Boðið er upp á upp á fjölbreytt námskeið um ýmis efni sem tengjast fötlunum og röskunum barna, svo sem um þjálfunar- og kennsluaðferðir og fleira.

Námskeiðin eru ætluð þeim sem vinna með börnum og unglingum með þroskafrávik og fatlanir sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. Markmið fræðslunnar er að auka þekkingu og efla skilning á þörfum barna og ungmenna með þroskaraskanir og fatlanir, skapa vettvang fyrir fólk sem vinnur að sambærilegum verkefnum og í sumum tilvikum að kenna sérhæfðar aðferðir og vinnubrögð í þjálfun, kennslu eða greiningarstarfi.  

Fyrsta námskeið vorannar er Skipulögð kennsla sem hefst þann 20. janúar en önninni lýkur þann 28. maí með námskeiðinu Röskun á einhverfurófi - grunnnámskeið. Hér má sjá þau námskeið sem boðið er upp á á vorönn 2021