Námskeið um kynheilbrigði og ungmenni

Kynheilbrigði – hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað fagfólki sem veitir börnum og unglingum með þroskafrávik kynfræðslu. Hér má nefna kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa, sálfræðinga og þroskaþjálfa. Námskeiðið hentar einnig foreldrum sem vilja kynna sér námsefni um kynheilbrigði til að fræða börn sín.

Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 25.

Lýsing
Fjallað verður kynverund og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks. Þá verður fjallað um líffræðilegar breytingar, frjósemi og kynþroska út frá ýmsum heilkennum. Farið verður yfir hvers konar aðferðir sem og námsefni nýtist við þessa fræðslu og gerð einstaklingsáætlana út frá mismunandi þörfum nemenda. Einnig verður fjallað um hvenær er nauðsynlegt að grípa til atferlisíhlutunar og þá með hvaða hætti. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

Markmið
Að þátttakendur:

  • hafi yfirsýn yfir námsefni og verkefni sem geta nýst við kennslu um kynheilbrigði
  • öðlist færni til að velja verkefni í samræmi við þarfir, getu og skilning nemanda
  • geti miðlað þekkingu sinni til foreldra og samstarfsaðila
  • geti leiðbeint samstarfsaðilum um þætti sem tengjast kynhegðun einstakra nemenda

Umsjón
María Jónsdóttir félagsráðgjafi.