Námskeið haustannar

Námskeiðsdagskrá haustannar er orðin nokkuð þétt og enn bætist í hópinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik sem haldið verður 5. - 6. nóvember. 

Á námskeiðinu eru meðal annars fjallað um ódæmigert þroskaferli, styrkleika, áskoranir og hvernig það er að vera
öðruvísi. Rætt verður um áhrifaþætti varðandi sjálfsmynd, líðan, samskipti og tengsl við geðheilsu. Ennfremur verður farið yfir samspil þroska og færni í daglegu lífi og hvernig skipulag og aðlögun umhverfis getur stuðlað að aukinni þátttöku og lífsgæðum ungmenna í þessum hópi.

Allar nánari upplýsinar um námskeiðið er að finna á heimasíðunni okkar.