Námskeið á vorönn 2019 - opnað fyrir skráningu

Námskeiðsdagskráin fyrir vorönn 2019 er orðin þéttbókuð! Nú er búið að opna fyrir skráningu á námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik sem haldið verður 4. og 5. mars.

Námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og þeim sem starfa með ungmennum frá 13 ára aldri. Hér má nefna kennara, sérkennara, námsráðgjafa, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa sem starfa innan grunn- og framhaldsskóla. Einnig ráðgjöfum hjá skóla- og félagsþjónustu sveitarfélaga auk fagfólks innan heilsugæslu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • efli þekkingu sína á þörfum ungmenna með frávik í þroska
  • auki hæfni sína til að takast á við ýmsar áskoranir í daglegu lífi
  • geti miðlað þekkingu til fjölskyldu eða samstarfsfólks
  • tileinki sér jákvæð viðhorf

Hér má finna allar upplýsingar um námskeiðið.