Námskeið á alþjóðlega Downs deginum

Ráðgjafar- og greiningarstöð stendur fyrir námskeiði um Downs heilkennið á alþjóðslega Downs deginum þann 21. mars nk. Námskeiðið er einkum ætlað fagfólki sem starfar við íhlutun, þjálfun eða kennslu 0-12 ára barna með Downs-heilkenni sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. 

Fjallað verður meðal annars um algengi, helstu einkenni og heilsufar. Farið verður yfir  þroska og hegðun barna með Downsheilkenni og fjallað um íhlutunarleiðir sem gagnast  börnum með heilkennið. Rætt verður um mikilvægi samstarfs foreldra og fagfólks. Fagaðilar í grunnskóla deila reynslu sinni og einnig fáum við  reynslusögu foreldris. Námskeiðið byggir á stuttum fyrirlestrum og umræðum en það byggir að hluta á eldra námskeiði sem áður kennt var á vegum stöðvarinnar en hefur verið endurbætt og stytt. 

Athygli er vakin á því að námskeiði er kennt bæði staðbundið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi (111 Reykjavík) og í fjarfundi (zoom)

 Nánari upplýsingar og skráning hér.