Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á fimm tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála.

Myndböndin eru á íslensku, ensku, pólsku, spænsku og arabísku og voru talsett af þeim Ólafi Darra Ólafssyni leikara, frú Elizu Reid forsetafrú, Joanna Marcinkowska sérfræðingi í málefnum innflytjenda, Magdalena Meija og Soumia Georgsdóttur, framkvæmdastjóra.

Myndböndin má sjá á Youtube síðu samtakanna og undir Réttindi á heimasíðu Þroskahjálpar.

Sjá nánar á vefsíðu Þroskahjálpar.