Meistararitgerð Marritar Meintema sjúkraþjálfara á Greiningarstöð valin í samkeppni um úrvalsverkefni

Marrit Meintema sjúkraþjálfari
Marrit Meintema sjúkraþjálfari

Marrit Meintema sjúkraþjálfari varði meistararitgerð sína við Læknadeild Háskóla Íslands þann 27. maí síðastliðinn. Titill ritgerðarinnar er Spina Bifida in Iceland: Epidemiology, Health and Well-being among Adults. Í verkefninu safnaði Marrit upplýsingum um öll börn sem fæðst hafa með hryggrauf á Íslandi á árunum 1972 til 2011 auk þess sem hún lagði mat á heilsu og hreyfingu fullorðinna með fötlunina. Útdráttur úr ritgerð Marritar var í kjölfarið sendur sem framlag Háskóla Íslands í samkeppni um úrvalsverkefni til meistaraprófs við sjúkraþjálfunardeildir við evrópska háskóla á árunum 2013 til 2015. Ánægjulegt er að segja frá því að verkefnið var valið í hóp þeirra fimm áhugaverðustu og var Marrit í kjölfarið boðið að senda veggspjald og stutta myndbandskynningu til dómnefndarinnar. Verðlaunaafhending mun fara fram í Gent í Belgíu þann 19. september næstkomandi. Við óskum Marrit til hamingju með áfangann.