Málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma

Stefnumótun smáríkja - sjaldgæfir sjúkdómar
Stefnumótun smáríkja - sjaldgæfir sjúkdómar

Þann 30. maí næst komandi verður haldið málþing um stefnumótun smáríkja á sviði sjaldgæfra sjúkdóma. Málþingið verður í Þjóðminjasafni Íslands frá kl. 08:30 - 15:30. Takið daginn frá!

Fjallað verður um áhrif Evrópusamrunans á stefnumótun og framkvæmd hennar þegar kemur að greiningu og meðferð sjaldgæfra sjúkdóma í smáríkjum?

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands býður til málþingsins sem tengist verkefninu SMSHealth. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mun opna málþingið, sérfræðingar frá aðildarlöndum rannsóknarinnar og Eurordis samtökunum flytja erindi auk þess sem að niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar. Fundurinn fer fram á ensku og hefst með morgunkaffi kl. 08:30 og mun standa til kl. 15:30.

SMSHealth er rannsóknarverkefni sem styrkt er af Erasmus+ rannsóknasjóði Evrópusambandsins og beinist að áhrifum Evrópulöggjafar og Evrópusamrunans á heilbrigðiskerfi smáríkja í Evrópu. Í rannsókninni voru tekin fyrir fjögur mismunandi stefnumál á vettvangi heilbrigðismála, þ.e. aðgengi að lyfjum, hreyfanleiki heilbrigðisstarfsfólks, krabbamein og sjaldgæfir sjúkdómar. Fjögur smáríki í Evrópu taka þátt í rannsókninni en þau eru auk Íslands, Eistland, Malta og Slóvenía.

Nánari dagskrá tilkynnt síðar

Vinsamlegast skráið þáttöku hér