Málþing: Hvert er förinni heitið?

Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Þann 27. ágúst næst komandi verður haldið málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Um er að ræða samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ og velferðarráðuneytisins. Málþingið verður á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00-16:00.

Tilgangurinn er að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk meðal annars með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli. Fjallað verður um 20. gr. sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reynslu sveitarfélaga af fyrirkomulagi akstursþjónustu og þær áskoranir sem eru til staðar auk þess sem ræddar verða lausnir til úrbóta þar sem þörf er á.

Nánari upplýsingar og skráning

Viðburðurinn á facebook