Könnun um þjónustu við fullorðna einhverfa á Íslandi er enn opin

Einhverfa í Evrópu
Einhverfa í Evrópu

Við vekjum athygli á því að spurningakönnunin um þjónustu við fullorðið fólk á einhverfuróf er opin út október mánuð. Enn er því tækifæri til að svara og þín þátttaka skiptir máli!

Könnunin er hluti af rannsóknarverkefninu „Einhverfa í Evrópu (ASDEU)“.  Við leitum til einhverfra, aðstandenda og fagfólks og ítrekum mikilvægi þess að góð svörun gefur okkur gögn sem nýtast til að fá mynd af stöðunni á þjónustu við fullorðna einhverfa hér á landi og gefa vísbendingar um hvað þarf að bæta.

Þitt framlag er mikilvægt!

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og komast á vefsíðu könnunarinnar

Með fyrirfram þakklæti, ASDEU hópurinn á Íslandi.

Tengill: Þóra Leósdóttir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, thora@greining.is