KFUM/K fær hvatningaverðlaun ADHD samtakanna

Á nýlegu málþingi ADHD sem haldið var á Grand Hótel voru afhent Hvatningaverðlaun ADHD samtakanna. KFUM/K voru þess heiðurs aðnjótandi í þetta sinn en starfsmaður Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, Styrmir Magnússon félagsráðgjafi, var meðal þriggja aðila á vegum KFUM/K sem veitti verðlaununum viðtöku.

Hvatningarverðlaunin eru árlegur viðburður og veitt hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Verðlaunin má veita til einstaklinga, félagasamtaka, stofnanna, fyrirtækja eða hverskyns lögaðila. Ólöf Birna Sveinsdóttir, Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon veittu verðlaununum móttöku fyrir hönd KFUM/K.

Á mynd frá vinstri til hægri; Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD Samtakanna, Ásgeir Pétursson, Styrmir Magnússon félagsráðgjafi hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð og Ólöf Birna Sveinsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ásgeir, Styrmir og Ólöf Birna voru fulltrúar KFUM/K við verðlaunaafhendinguna. 

Nánari upplýsingar um verðlaunin má lesa hér.


Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði