Í dag er baráttudagur gegn einelti

Í dag þann 8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti. Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er nú haldinn í sjötta sinn. Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig má stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Í Kópavogi verður haldin vináttuganga þar sem nemendur leik- og grunnskóla, starfsfólk skóla- og frístundaheimila taka þátt en gangan er nú haldin í fjórða sinn. Dagskrá verður í skólahverfum bæjarins í tengslum við gönguna sem hefst milli 09:00 og 10:00. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ, að mark­mið vináttu­göng­unn­ar sé að stuðla að já­kvæðum sam­skipt­um, vekja at­hygli á mik­il­vægi vináttu og virðing­ar og benda á að einelti er of­beldi sem ekki verður liðið.

Árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið. Allir eru hvattir til að undirrita þjóðarsáttmálann en með undirritun skuldbindur fólk sig til að leggja þessu þarfa málefni lið og stuðla að jákvæðum samskiptum. Sáttmálinn er á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum gegneinelti.is